Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í samlokugrilli
Frá vettvangi í morgun.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 28. janúar 2020 kl. 09:30

Eldur í samlokugrilli

Viðbragðsaðilar frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja og lögreglunni á Suðurnesjum voru kallaðir út í íbúð á Ásbrú nú á níunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var um eldsvoða.

Eldur hafði komið upp í samlokugrilli, samkvæmt heimildum frá lögreglu á vettvangi. Eldurinn var fljótlega slökktur og íbúðin reykræst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024