Eldur í sængurfötum
Lögregla og slökkvilið voru í gær kvödd að Fífumóa 5b í Njarðvík þar sem eldur hafði komið upp. Þar hafði kviknað í sængurfötum út frá vindlingi sofandi manns. Talið er að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja slökkti eldinn og reykræsti íbúðina.
Slökkvilið Sandgerðis slökkti í gær eld í bifreið við Strandgötu í Sandgerði. Þar urðu ekki slys á fólki.
Slökkvilið Sandgerðis slökkti í gær eld í bifreið við Strandgötu í Sandgerði. Þar urðu ekki slys á fólki.