Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 17. nóvember 2003 kl. 09:28

Eldur í rútu á Reykjanesbraut

Eldur kom upp í rútubifreið á Reykjanesbraut í morgun. Það var skömmu fyrir kl. átta sem slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fékk útkallið og var slökkvibifreið þegar send á staðinn. Þegar slökkviliðið kom á vettvang höfðu farþegar þegar slökkt eldinn. Hann mun hafa verið minniháttar og engum varð meint af.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024