Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 16. október 2003 kl. 15:18

Eldur í rusli og umferðarslys

Skömmu eftir miðnætti í gær var tilkynnt um eld í rusli fyrir aftan Brautarnesti við Hringbraut. Fóru lögreglumenn á staðinn og slökktu eldinn með handslökkvitæki. Kveikt hafði verið þarna í rusli og náði eldurinn að læsa sig í eitt hornið á ruslakassa úr timbri. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar. Í hádeginu í gær varð árekstur milli bifreiða á gatnamótum Aðalgötu og Hringbrautar í Keflavík.  Ökumenn beggja bifreiðann voru fluttir til læknisskoðunar á HSS.  Báðar bifreiðarnar voru fluttar burtu með kranabifreið, talsvert skemmdar.
Í gær voru 7 ökumenn kærðir fyrir að vera ekki með spennt bílbelti við aksturinn. Fimm eigendur bifreiða voru kærðir fyrir að leggja bifreiðum sínum þar sem það er bannað. Þrír eigendur bifreiða voru kærðir fyrir að mæta ekki með bifreiðar sínar í skoðun á tilsettum tíma. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt, sá sem hraðar ók var á 121 km hraða þar sem hámarkshraði er leyfður 90 km. Einn ökumaður var kærður fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við aksturinn. Kl. 18:14 var bifreið ekið útaf Reykjanesbraut móts við Gokart-brautina í Njarðvík. Bifreiðin var flutt burtu með kranabifreið. Ekki slys á fólki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024