Fréttir

Eldur í rusli læsti sig í klæðningu á húsnæði Suðurflugs
Myndin var tekin þegar slökkvistarfi var að ljúka. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 13. maí 2019 kl. 10:47

Eldur í rusli læsti sig í klæðningu á húsnæði Suðurflugs

Eldur kom upp í rusli við húsnæði Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli á laugardag. Eldurinn logaði í ruslakeri og var byrjaður að læsa sig í klæðningu á húsnæðinu þegar slökkvilið kom á staðinn.
 
Útkall barst Brunavörnum Suðurnesja kl. 13:10 á laugardag en fjölmennt slökkvilið frá Isavia var sent á staðinn og slökkti það eldinn fljótt og örugglega.
 
Auk Suðurflugs þá er Isavia með svokallað Silfurhlið Keflavíkurflugvallar við húsið.
Public deli
Public deli