Eldur í ruslagámi á Vatnsleysuströnd
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að Auðnum á Vatnsleysuströnd í hádeginu vegna elds. Þegar slökkvilið kom á staðinn reyndist eldurinn loga í ruslagámi á svæðinu.
Slökkvistarf gekk vel og tjón varð eingöngu á gámnum.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar slökkviliðið var að búast til heimferðar að loknu útkalli. VF-mynd: Hilmar Bragi