Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í rafmagni í kjallara hótelnýbyggingar
Myndir frá vettvangi brunaútkallsins í kvöld. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 10. september 2019 kl. 19:47

Eldur í rafmagni í kjallara hótelnýbyggingar

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út að Courtyard flugvallarhóteli Marriott keðjunnar við Aðaltorg í Keflavík rétt eftir klukkan sjö í kvöld. Eldur logaði í rafmagni í kjallara.

Slökkviliðsmenn voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins nú er verið að reykræsta kjallarann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hótelið er í byggingu og eldurinn kom upp í rafmagnstöflu sem iðnaðarmenn í húsinu notast við. Reykur barst í lyftuhús en ekki inn á herbergi hótelsins. Tjónið er óverulegt.



Frá vettvangi við Aðaltorg nú í kvöld.





Davíð Heimisson, aðalvarðstjóri, sýnir Sigurði Skarphéðinssyni varaslökkviliðsstjóra myndir af brunavettvangi í kjallaranum.



Nýja hótelbyggingin er mikið mannvirki sem reis á stuttum tíma fyrir rétt um mánuði síðan.