Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 27. maí 2003 kl. 00:31

Eldur í mötuneytisbyggingu hjá Hitaveitu Suðurnesja

Eldur kom upp í lyftuklefa í mötuneytisbyggingu hjá Hitaveitu Suðurnesja, Eldborg, í Svartsengi um klukkan hálf ellefu í kvöld. Slökkvilið Grindavíkur var kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn.Að sögn lögreglunnar í Grindavík voru litlar sem engar skemmdir á húsnæðinu og eru eldsupptök ókunn, að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024