Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Eldur í kísilveri United Silicon í nótt
    Frá slökkvistarfi í kísilverinu í nótt. Hér sjást reykkafarar inni í verksmiðjunni og eldglæringar frá ofninum. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Eldur í kísilveri United Silicon í nótt
Mánudagur 17. júlí 2017 kl. 04:37

Eldur í kísilveri United Silicon í nótt

-Eldglæringar við ofn verksmiðjunnar

Eldur kom upp í kísilveri United Silicon í Helguvík rétt fyrir kl. 03 í nótt. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var sent á staðinn, auk lögreglu.
 
Eldurinn logaði á neðri hæð aðalbyggingar kísilversins þegar að var komið.
 
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta á vettvangi urðu einhver mistök þegar verið var að mata ljósbogaofn verksmiðjunnar. Eldur komst þannig úr ofninum og niður á jarðhæð verksmiðjunnar. Starfsmenn munu hafa hlaupið frá ofninum og einhverjar sprengingar urðu.
 
Talsverðar eldglæringar voru í verksmiðjunni í nokkrun tíma eftir að slökkviliðið kom á staðinn. Þá rauk talsvert frá verksmiðjuhúsinu um tíma og lagði reykinn í átt til Garðs og yfir golfvöllinni í Leiru.
 
Þegar þetta er skrifað á fimmta tímanum eru síðustu slökkviliðsmenn að koma í hús í slökkvistöðina við Hringbraut í Keflavík eftir útkallið.
 
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á vettvangi nú í nótt.

 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024