Eldur í Jökulshúsinu
Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út um sjöleytið vegna stórbruna við Básveg 11 í Keflavík í gömlu fiskvinnsluhúsi kenndu við Jökul. Mikið reykhaf myndaðist í eldinun. Húsið mun nú vera í eigu Bakkavarar en það hefur lengi staðið autt. Talið er nær öruggt að um íkveikju sé að ræða og hefur lögreglan málið til rannsóknar. Ekkert rafmagn er í húsinu.
VFmyndir/elg - Frá vettvangi í kvöld.