Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eldur í íbúðarhúsi í Sandgerði í nótt
Miðvikudagur 30. október 2002 kl. 04:58

Eldur í íbúðarhúsi í Sandgerði í nótt

Slökkvilið Sandgerðis var kallað út nú á fimmta tímanum að Suðurgötu 6 í Sandgerði þar sem tilkynnt var um eld í íbúð í húsinu. Jafnframt voru tveir sjúkrabílar frá Brunavörnum Suðurnesja kallaðir til og fjölmennt lögreglulið úr Keflavík á tveimur bifreiðum fór einnig á vettvang.Ekki ligga fyrir upplýsingar um eldsupptök þegar þetta er skrifað rétt fyrir kl. 05 en þá var slökkvistarfi nýlokið og slökkviliðsmenn úr Sandgerði höfðu reykræst íbúðina. Íbúar komust heilu og höldnu út úr íbúðinni og aðstoð sjúkrabíla fljótt afturkölluð.

Myndin var tekin af slökkviliðsmönnum frá Slökkviliði Sandgerðis að störfum á brunavettvangi í nótt. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024