Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í íbúðarhúsi í Reykjanesbæ
Mánudagur 15. október 2012 kl. 08:15

Eldur í íbúðarhúsi í Reykjanesbæ

Eldur kom upp í heimahúsi í Reykjanesbæ í nótt. Fjölskyldan á heimilinu vaknaði við eldinn og kallaði eftir aðsögð en að sögn lögreglu gekk vel að slökkva eldinn og lítið tjón varð.

Ekki liggur ljóst fyrir um upptök eldsins en talið er líklegast að hann hafi kviknað út frá rafmagnstæki að sögn lögreglu. Húsráðandi vaknaði um tvöleytið í nótt við að kviknað hafði í og hringdi eftir slökkviliði. Honum tókst hins vegar að ráða niðurlögum eldsins sjálfur áður en slökkvilið kom á staðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tjón varð í því herbergi hússins þar sem eldurinn kviknaði að sögn lögreglu en ekki víðar þar sem hann breiddist ekki út og allir sluppu ómeiddir.

mbl.is greinir frá