Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í hreyfli breiðþotu frá United Airlines. Vélin lendir heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 6. janúar 2004 kl. 20:58

Eldur í hreyfli breiðþotu frá United Airlines. Vélin lendir heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli

Samhæfingarmiðstöð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra var virkjuð vegna viðbúnaðarástands á Keflavíkurflugvelli. Flugstjóri tveggja hreyfla Boeing 777-200 breiðþotu United Airlines á leið frá Franfurt til Dulles-flugvallar í Wasingthon-borg tilkynnti um eld í hreyfli kl. 19:25. Flugvélin var þá 350 sjómílur suðsuðaustur af landinu. Um borð eru 249 manns.

Flugvélin lenti heilu og höldnu kl. 20:15 á Keflavíkurflugvelli. Viðbúnaðarástandi var aflétt kl. 20:22 þegar flugvélin var komin upp að flugstöðvarbyggingunni. Ekki sér neitt á hreyflinum utanfrá, að sögn mbl.is, en eftir er að kanna nánar skemmdirnar

Allar björgunarsveitir og öll björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út eftir að tilkynningin barst. Björgunarsveitir voru settar í viðbragðsstöðu á söfnunarsvæði björgunarliðs við Straumsvík og við Keflavíkurflugvöll. Þá gerðu 3 björgunarskip frá Sandgerði, Reykjavík og Grindavík sig klár til að halda úr höfn ef þess þyrfti. www.mbl.is skýrði frá þessu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024