Eldur í gömlu saltgeymslunni við Keflavíkurhöfn
Eldur kom upp um í gömlu saltgeymslunni við Keflavíkurhöfn núna síðdegis. Eldurinn logaði í einangrunarplasti í millilofti en lögreglan lokaði svæðinu og vísaði fólki á brott þar sem að plastbruni ber með sér eitraðan reyk.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er með allan sinn mannskap á svæðinu ásamt dælu- og körfubíl.
Rannveig Jónína blaðamaður Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir á vettvangi.