Eldur í gastækjum í gagnaverinu
Eldur kom upp í gaskúti í húsnæði gagnavers Verne á Ásbrú í Reykjanesbæ í morgun. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til og réð það niðurlögum eldsins.
Eldur logaði í gaskúti þegar að var komið og súrefnisflaska sem var við hlið gaskútsins var orðin sjóðandi heit og hefði getað sprungið.
Eldurinn var slökktur í gaskútnum og síðan voru tækin dregin út úr húsinu og súrefnisflaskan kæld niður. Engar skemmdir urðu á húsnæðinu.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson