Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í gámi með bílhræjum
Myndir: Brunavarnir Suðurnesja.
Þriðjudagur 16. júní 2020 kl. 23:05

Eldur í gámi með bílhræjum

Slökkviliðið Brunavarna Suðurnesja var kallað út í sl. nótt kl. 04:00 þar sem eldur hafði kviknað í 40 feta opnum gám sem var með bílhræjum, dekkjum og öðrum úrgangi á iðnaðarsvæði í Njarðvík.

Þegar komið var á staðinn var mikill eldur í gámnum. Fengin var grafa til að taka bílhræin uppúr gámnum og velta honum síðan til að auðvelda slökkvistarf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Slökkvistarfi var lokið um kl. 05:30. Ekki er ljóst hver eldsupptök voru en lögregla fer með rannsókn málsins.