Eldur í fjölbýli í Innri Njarðvík
Eldur kom upp í rúmi í íbúð í fjölbýlishúsi við Tjarnabraut í Innri Njarðvík nú í kvöld. Fjölmennt lögreglulið mætti á staðinn ásamt slökkviliði Brunavarna Suðurnesja.
Eldurinn var fljótt slökktur og slökkvilið reykræsti svo húsið en eldurinn kom upp á þriðju hæð. Tjón varð ekki mikið og reykur barst ekki í aðrar íbúðir hússins.
Myndin var tekin á vettvangi brunans nú í kvöld.