Eldur í fimm bílhræjum
Síðdegis í gær var tilkynnt um eld í fimm bílhræjum utan við bílapartasöluna við Flugvallarveg. Mikinn svartan reyk lagði upp og sprengingar kváðu við. Slökkvilið frá Brunavörnum Suðurnesja fór á staðinn og gekk slökkvistarf greiðlega. Talið er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða og er málið í rannsókn.
Bílvelta varð í mikilli hálku á Reykjanesbraut rúmlega átta í gærmorgun. Ekki urðu meiðsl á fólki, en bifreiðin var flutt burtu með kranabifreið. Þá var tilkynnt um útafakstur vegna hálku á Grindavíkurvegi rétt fyrir hádegið. Það slupp fólk einnig blessunarlega við meiðsl.
Bílvelta varð í mikilli hálku á Reykjanesbraut rúmlega átta í gærmorgun. Ekki urðu meiðsl á fólki, en bifreiðin var flutt burtu með kranabifreið. Þá var tilkynnt um útafakstur vegna hálku á Grindavíkurvegi rétt fyrir hádegið. Það slupp fólk einnig blessunarlega við meiðsl.