Eldur í feitipottum: Eldavélar á Keflavíkurflugvelli hitna hraðar

Eldavélarnar í nemendaíbúðunum eru með svokölluðum gormahellum, sem hætt var að nota á Íslandi fyrir mörgum árum af einhverjum ástæðum. Þessar hellur hitna hraðar við lægri spennu, sem er í íbúðunum á svæðinu. Sigmundur sagði að íbúar á háskólasvæðinu hafi fengið fræðslu um meðferð vélanna og einnig séu eldvarnarteppi í öllum íbúðum. Þrátt fyrir þetta hafi fjórum sinnum komið upp eldur í pottum á gamla varnarsvæðinu frá því Íslendingar fóru að flytja þangað inn í haust.
Í öllum tilvikum er um að ræða minniháttar tjón.