Eldur í einbýlishúsi við Norðurtún í Sandgerði
Eldur kviknaði í einbýlishúsi við Norðurtún í Sandgerði í nótt. Lögreglunni í Keflavík var gert viðvart um brunann laust fyrir klukkan eitt í nótt.Hjón sem búsett eru í húsinu vöknuðu upp við reykskynjara og voru komin út þegar slökkvilið kom á vettvang. Þeim varð ekki meint af reyknum. Að sögn lögreglu eru skemmdir á húsinu talsverðar.
Þegar lögreglu og slökkvilið bar að var talsverður reykur en lítill eldur í eldhúsi. Talið er að kviknað hafi í út frá uppþvottavél. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Þegar lögreglu og slökkvilið bar að var talsverður reykur en lítill eldur í eldhúsi. Talið er að kviknað hafi í út frá uppþvottavél. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.