Eldur í bíl á Miðnesheiði
Bíllinn drap skyndilega á sér og vart var við reyk.
Eldur kom upp í bíl á veginum milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Sandgerðis á ellefta tímanum. Fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja voru á staðnum ásamt lögreglu sem lokaði veginum tímabundið.
Bílstjórinn var einn í bílnum þegar hann drap skyndilega á sér og vart var við reyk. Bílstjórinn fór þá út úr bílnum og opnaði vélarhlífina. Þá var eldur kominn upp undir mælaborðinu sem breiddist ekki mikið út vegna þess að bílhurðir og gluggar voru lokuð. Bíllinn er talsvert skemmdur eins og meðfylgjandi myndir sýna.
VF/Olga Björt