Eldur í bifreið í Njarðvík
Í nótt var Lögreglunni í Keflavík tilkynn um að kveikt hafi verið í bifreið við Fitjabraut í Njarðvík í nótt. Starfsmaður Öryggismiðstöðvar Íslands varð var við eldinn og náði að slökkva hann. Virðist sem kveikt hafi verið í pappakassa sem var í aftursæti bílsins. Að öðru leiti var rólegt hjá Lögreglu í nótt.