Laugardagur 6. júlí 2002 kl. 16:17
Eldur í Bakkavör í Keflavík
Allt tiltækt slökkvilið er nú að hefja slökkvistarf í verksmiðjuhúsi Bakkavarar við Framnesveg í Keflavík. Ekki er vitað hversu mikill eldur er í húsinu en reyk leggur yfir bæinn og mjög sterka brunalykt má finna víða.
Fréttamaður VF er á staðnum og kemur með nýjar fréttir fljótlega.