Eldur borinn að skátaheimili Heiðabúa
Þrisvar ráðist að húsnæðinu
Síðastliðnar þrjár helgar hefur verið ráðist að skátaheimili Heiðabúa í Keflavík og eldur var m.a. lagður að húsinu og rúða brotin. Heiðabúar eru slegnir yfir þessum skemmdarverkum en ekki er búið að finna þá sem bera ábyrgð á verknaðinum.
Fyrir tveimur vikum var grjóti kastað í glugga og síðan var kveikt í plötu sem sett var í stað glersins um síðustu helgi. Aftur var svo kveikt í sömu plötu í glugganum. Morgunblaðið greinir frá en Vilborg Norðdal, félagsforingi Skátafélagsins Heiðabúa, segist í samtali við blaðið ekki vita um ástæður þessarra skemmdarverka.
„Okkur dettur bara nákvæmlega ekkert í hug. Maður getur fyrir það fyrsta ekki ímyndað sér að einhverjum detti í hug að gera þetta og í annan stað engan einstakling sem gæti gert þetta. Skátafélagið á ekki sökótt við einn eða neinn,“ segir Vilborg við mbl.is.