Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Eldur borinn að nýbyggingu í Innri Njarðvík
    Myndirnar voru teknar á vettvangi þegar slökkvistarfi var að ljúka. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Eldur borinn að nýbyggingu í Innri Njarðvík
Föstudagur 9. september 2016 kl. 17:01

Eldur borinn að nýbyggingu í Innri Njarðvík

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út rétt áðan að Lómatjörn í Innri Njarðvík. Þar hafði eldur verið borinn að nýbyggingu í götunni.

Þegar slökkvilið og lögregla komu á vettvang loguðu eldar á tveimur stöðum í húsi sem hefur verið í byggingu í mörg ár. Slökkviliðsmenn voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins sem hafði verið kveiktur í einangrunarplasti inni í húsinu.

Tjón varð ekki mikið en lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024