Eldur borinn að bíl við Innri Njarðvík
Eldur var borinn að bifreið á gamla þjóðveginum um Stapa við Innri Njarðvík rétt fyrir kl. 10 í kvöld. Tilkynning barst um eldinn til Neyðarlínunnar sem kallaði úr slökkvilið Brunavarna Suðurnesja.Þegar slökkviliðið kom á staðinn var bifreiðin alelda og slökktu slökkviliðsmenn eldinn á skömmum tíma. Bifreiðin er gjörónýt eftir eldinn en ekki fer sögum af því í hvaða ástandi bíllinn var áður en eldurinn var borinn að honum.