Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldsvoði í Sandgerði
Þriðjudagur 11. júlí 2017 kl. 21:33

Eldsvoði í Sandgerði

Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Strandgötu í Sandgerði á níunda tímanum í kvöld. Líklegt er talið að eldurinn hafi borist inn í húsvegg á gafli hússins frá sorptunnum sem stóðu við vegginn. Hann barst síðan upp með veggnum og inn í trésmíðaverkstæðið Tos á neðri hæð en einnig inn í íbúðir á efri hæðinni. Ekki er vitað af hverju eldur kom upp í sorptunnunum.

Nokkrar skemmdir urðu en slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja náðu fljótt tökum á eldinum sem blossaði fyrst í sorptunnunum. Nokkrar skemmdir urðu á húsveggnum og einhverjar inni á verkstæðinu. Ekki er vitað um skemmdir á efri hæðinni en líklega má telja að nokkrar reykskemmdir hafi orðið.

Erlendir starfsmenn sem búa í herbergjum á efri hæðinni urðu ekki eldsins varir fyrr en reykur barst inn í hýbýli þeirra en þá var eldur líklega búinn að krauma í húsveggnum í góða stund. Þeir komust allir út úr húsinu og varð ekki meint af.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024