Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldsvoði í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ - myndir
Mánudagur 21. júní 2010 kl. 13:56

Eldsvoði í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ - myndir


Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi við Sólvallargötu síðdegis í gær. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja þurfti ekki að fara langt í útkallið því húsið stendur næst slökkvistöðinni.
Talsverður eldur var í íbúðinni og mikill reykur í stigagangi þegar slökkvilið kom á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins hefta útbreiðslu hans. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðstjóra varð mikið tjón á íbúðinni eins og sést á þessum myndum. Einn íbúi var í íbúðinni en hann náði að forða sér út. Hann var fluttur á HSS til skoðunar en virtist hafa sloppið við reykeitrun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun hafa kviknað í út frá kerti.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024