Eldsvoði í einbýlishúsi í Grindavík
 Eldur kom upp í einbýlishúsi að Staðarvör í Grindavík skömmu eftir hádegi í dag. Eldurinn virðist hafa komið upp í eldhúsinu og náði hann að læsa sig í loftklæðningu. Ekki kviknaði þó í þakinu.
Eldur kom upp í einbýlishúsi að Staðarvör í Grindavík skömmu eftir hádegi í dag. Eldurinn virðist hafa komið upp í eldhúsinu og náði hann að læsa sig í loftklæðningu. Ekki kviknaði þó í þakinu. 
Í Grindavík stóð yfir námskeið fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn.  Kollegar grindvískra slökkviliðsmanna frá Selfossi voru í heimsókn og var allur mannskapurinn í slökkvistöðinni þegar útkallið barst þannig að ekki skorti mannskapinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og eru orsök hans í rannsókn.
Mynd úr safni.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				