Eldsvoði á veitingastaðnum Langbest
Miklar skemmdir urðu á veitingastaðnum Langbest þegar eldur kom þar upp í morgun. Brunavarnakerfi er ekki í húsinu sem hefði komið í veg fyrir mikið tjón segir slökkvistjórinn.Það var vegfarandi sem tilkynnti um mikinn reyk á veitingastaðnum og voru slökkviliðsmenn komnir á vettvang um klukkan hálf níu. Þeir þeir komu á staðinn var mikill eldur í eldhúsi veitingastaðarins og einnig reykur. Þeir éðu niurlögum eldsins á um hálftíma en reykræsting tók lengri tíma og var ekki lokið klukkan ellefu. Ljóst er að tjón er mikið, sérstaklega í eldhúsi þar sem nánast allt hefur brunnið. Í suðurenda byggingarinnar er einnig veitingastaðurinn Glóðin og á 2. hæðinni skrifstofur Samkaupa. Þar urðu ekki skemmdir. Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjór Brunavarna Suðurnesja segir að brunavarnakerfi hefði komið í veg fyrir þetta mikla tjón og lokun staðarins um óákveðinn tíma. Víða sé ástand brunavarna í ólesti á Suðurnesjum og í raun ótrúlegt miðað við hvað kostnaður við slíkt er lágur. „Það kostar kannski um fimmtíu þúsund krónur að setja upp brunavarnakerfi sem er tengt við slökkvistöðina þar sem er sólarhringsvakt. Slík kerfi nema reyk og eld og við erum komnir á augabragði á staðinn. Það þarf virkilega að gera átak í þessu og vekja menn til vitunar um þessi mál“, sagði Sigmundur.