Þriðjudagur 12. apríl 2016 kl. 09:27
Eldsvoði á Ásbrú
Eldur kom upp í gömlu þvottahúsi á Ásbrú í morgun. Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og frá Isavia var kallað út. Talsverður eldur var í byggingunni. Vel gekk að slökkva eldinn.
Grunur er um að kveikt hafi verið í húsinu en ekkert rafmagn er á byggingunni.
VF-myndir: Hilmar Bragi