Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldsupptökin ekki fundin
Þriðjudagur 6. maí 2003 kl. 12:42

Eldsupptökin ekki fundin

Rannsókn á stórbrunanum í fiskvinnsluhúsi Jóns Erlingssonar í Sandgerði aðfaranótt 11. apríl hefur ekki leitt til niðurstöðu. Í húsinu þar sem bruninn hófst var ekki fiskvinnsla heldur var þar unnið að því að fella net. Mikill eldsmatur var í netunum.Loftur Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður segir engar vísbendingar komnar fram um eldsupptökin. Svo virðist sem enginn hafi verið þar á ferli frá því snemma dags og þar til eldurinn í húsinu uppgötvaðist eftir miðnætti. ,,Við fengum aðstoð frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík. Rannsókn hennar beinist að upptökum eldsins. Mér skilst að von sé á þeim niðurstöðum á næstu dögum," segir Loftur.

Húsið sem brann og er talið ónýtt er um 1.120 fermetrar að grunnflatarmáli. Áföst því er 500 fermetra bygging sem hýsir bónstöð. Hún skemmdist nokkuð í brunanum. Tjónið hefur enn ekki verið metið en giskað er á að það nemi ekki undir 200 milljónum króna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024