Eldsupptök í ruslafötu
Rannsókn á eldsupptökum í íbúðarhúsi í Sandgerði aðfaranótt mánudags hefur leitt í ljós að eldsupptök voru í ruslafötu í eldhúsinnréttingu.Í fyrstu var talið að eldur hafi kveiknað út frá uppþvottavél en rannsóknarlögreglumenn úr Keflavík útilokuðu þann möguleika. Sorpfatan stóð við hlið vélarinnar og brann til agna.