Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldsneyti fari um leiðslu frá Helguvík til Leifsstöðvar
Þriðjudagur 21. ágúst 2007 kl. 10:01

Eldsneyti fari um leiðslu frá Helguvík til Leifsstöðvar

Eldsneytisleiðsla sem Bandaríkjamenn lögu frá olíubirgðastöðinni í Helguvík upp á Keflavíkurflugvöll hefur ekki nýst til eldsneytisflutninga þar sem hún liggur ekki að flughlaðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Af þeim sökum hafa olíubílar þurft að fara allt upp í 45 ferðir á dag með flugvélaeldsneyti frá Helguvík upp á flugvöll.
Til stendur að bæta úr þessu og leggja eins km langa leiðslu frá fyrrum eldsneytisafgreiðslu varnarliðsins að Leifsstöð. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Eftir að Íslendingar tóku við olíubirgðastöðinni í Helguvík við brotthvarf hersins var farið að nota hana sem birðgageymslu fyrir það eldsneyti sem fram að því hafði verið flutt frá Örfirisey upp á Keflavíkurflugvöll.. Þar með minnkuðu stórum þeir eldsneytisflutningar sem farið höfðu fram á Reykjanesbrautinni. Hins vegar hafa þeir þurft að fara fram frá Helguvík og upp á flugvöll eins og fyrr segir.


Framkvæmdir við leiðsluna hefjast innan tíðar og ráðgert er að ljúka þeim á næsta ári.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024