Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldri borgarar taka þátt í íþróttamóti á Kanaríeyjum
Mánudagur 14. nóvember 2005 kl. 14:32

Eldri borgarar taka þátt í íþróttamóti á Kanaríeyjum

Þann 18. nóvember n.k. heldur 39 manna hópur eldri borgara úr Reykjanesbæ til Kanaríeyja til að taka þátt í íþróttamóti sem nefnt hefur verið Gullnu árin 2005 og er ætlað þátttakendum 50 ára og eldri.

Fimleikasamband Íslands stendur fyrir ferðinni fyrir Íslands hönd en alls hafa 22 þjóðir  tilkynnt þátttöku 52 liða og um 1100 sýnenda.

Alls fara 189 manns frá Íslandi og þar af 39 frá Reykjanesbæ.

Heilmiklar æfingar hafa verið hjá sýningarhóp eldri borgara í Reykjanesbæ undir stjórn Jóhönnu Arngrímsdóttur forstöðumans Tómstundastarfs eldri borgara.

Hópurinn hefur jafnframt notað tækifærið og æft sig í framkomu á ýmsum stöðum s.s. í Samkaupum, á Garðvangi og í Kjarna.

Einnig var haldin sameiginleg æfing  í Smáranum í Kópavogi þar sem allir 189 þátttakendur sýndu sín dansatriði

Markmið ferðarinnar er að hvetja eldri borgara til stunda líkamsrækt og lifa heilbrigðu lífi. Að taka þátt í leik og starfi með öðru fólki og gera efri árin eins gullin og þau mögulega geta orðið. 
      
Fyrirtæki á svæðinu hafa stutt vel við bakið á hópnum og vildi hann koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra.

Texti og mynd: reykjanesbaer.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024