Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eldri borgarar á Suðurnesjum vilja hækka frítekjumarkið
„Því miður er meðal okkar hópur eldri borgara sem á mjög erfitt með að sjá fyrir sér af þeim greiðslum sem ríkið úthlutar.“
Laugardagur 11. mars 2017 kl. 06:00

Eldri borgarar á Suðurnesjum vilja hækka frítekjumarkið

Félag eldri borgara á Suðurnesjum telur það mjög ranga stefnu að lækka frítkjumarkið í 25.000 krónur á mánuði. Það sé mjög letjandi kerfi og margir eldri borgarar sem geti unnið hlutastarf sjái engan tilgang í að vinna sér inn nokkrar krónur ef ríkisvaldið taki megnið af því til baka. Á aðalfundi félagsins 3. mars síðastliðinn var samþykkt að skora á stjórnvöld að nú þegar verði tekin ákvörðun um verulega hækkun frítekjumarksins.

Í fundargerð segir að eldri borgarar á Suðurnesjum finni fyrir miklum stuðningi við þá sjálfsögðu kröfu að þeirra félagar fái greiðslur sem nægja til að lifa mannsæmandi lífi. „Því miður er meðal okkar hópur eldri borgara sem á mjög erfitt með að sjá fyrir sér af þeim greiðslum sem ríkið úthlutar,“ segir í fundargerðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024