Atnorth
Atnorth

Fréttir

Elding eyðilagði myndavélabúnað í Eldey - bein útsending fellur niður
Miðvikudagur 10. mars 2010 kl. 11:09

Elding eyðilagði myndavélabúnað í Eldey - bein útsending fellur niður

Ekki reynist lengur unnt að senda út lifandi myndir frá súluvarpinu í Eldey en talið er að eldingu hafi lostið niður í myndavélabúnaðinn í eynni í vikunni.


Í Eldey eru tvær myndavélar ásamt orkugjafa og hafa verið sendar út myndir og hljóð á slóðinni eldey.is frá áramótum með góðum árangri. Töluvert líf er komið í eyjuna og fjöldi fugla búinn að koma sér fyrir.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25


Ekki er ljóst hvenær af viðgerð verður en hugsanlega nær búnaðurinn að hlaða sig þegar sól tekur að hækka á lofti. Að öðrum kosti verður farið í eyjunna um áramót til viðgerðar en Eldey er friðuð á öðrum tímum.

Hægt verður að skoða upptökur af fuglalífi í eyjunni á slóðinni eldey.is þar til viðgerð verður lokið.




Mynd: Frá uppsetningu myndavélanna í Eldey. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025