Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldhátíð í bígerð í Grindavík
Miðvikudagur 16. október 2013 kl. 09:37

Eldhátíð í bígerð í Grindavík

Grindavík og bærinn Rovaniemi í Finnlandi eru vinabæir. Sú skemmtilega hugmynd kom upp að skapa viðburð í Grindavík sem myndi endurspegla Riverlights hátíð í Rovaniemi. Hátíðin fer fram 8. nóvember. Hugmyndin er að setja í gang námskeið fyrir 9. -10. bekk, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Á námskeiðinu verður unnið að tréskúlptúragerð fyrir hátíð sem haldin verður samtímis í vinabæjunum Rovaniemi í Lapplandi og í Grindavíkurbæ. Eldur verður borinn að skúlptúr þátttakenda sem athöfn til að fagna ljósinu sem fer minnkandi á þessum árstíma og til að minnast þess að sólin muni rísa aftur úr hyldýpi myrkursins. Námskeiðið stendur yfir dagana 4. – 8. nóvember 2013 og lýkur þá með gjörning/athöfn. Verkefni þetta er unnið í samvinnu skólans og frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024