Krónan
Krónan

Fréttir

Eldgos á rúmlega kílómetra sprungum
Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands hefur birt uppfærð kort af gossprungunum.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 10. júlí 2023 kl. 22:30

Eldgos á rúmlega kílómetra sprungum

Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands hefur birt uppfærð kort af gossprungunum frá því um klukkan sjö í kvöld (10. júlí).

Sú nyrðri var á þeim tíma 843 metrar en sú syðri 223 metrar. Þetta gerir samtals 1.066 metra.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Aðstæður við eldstöðvarnar breytast hratt og hraunið breiðist ört út.

Á þessum tíma var það t.d. komið að suður enda Litla Hrúts að austanverðu. Þessi gögn verða uppfærð, segir á síðu rannsóknarstofunnar.

Hér að neðan má sjá streymi úr einni af vélum RÚV í Litla-Hrúti.