Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldfjallaleiðin ný ferðaleið á Reykjanesi
Miðvikudagur 30. nóvember 2022 kl. 11:00

Eldfjallaleiðin ný ferðaleið á Reykjanesi

Markaðsstofur Reykjaness og Suðurlands hafa tekið höndum saman um að setja á laggirnar ferðaleið um suðurströnd Íslands sem leggur áherslu á eldfjöll og eldvirkni á svæðinu. Leiðin fylgir suðurstönd landsins frá Reykjanesbæ til Hafnar í Hornafirði.

Ferðaleiðin, sem ber vinnuheitið Eldfjallaleiðin (The Volcanic Way), er ætluð sem verkfæri heimamanna til þess að leiða framþróun í ferðaþjónustu ásamt því að draga fram núverandi innviði. „Með því að stofna slíka ferðaleið sjáum við fyrir okkur að fá ferðamenn sem dvelja lengur og tengja betur við náttúru og samfélag,“ segir Eyþór Sæmundsson verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness. „Það hafa áður verið uppi hugmyndir um ferðaleiðir á Reykjanesi en nú virðist sem sú fyrsta sé að fæðast. Eftir alla þá athygli sem eldvirknin hefur fengið á Reykjanesi þykir okkur gráupplagt að móta ferðaleið með þessu þema. Í kjölfarið langar okkur að þróa hér fleiri leiðir, það er t.d. löngu kominn tími á okkar Reykjaneshring sem ferðaleið,“ bætir Eyþór við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við verðum með vinnustofu í 5. desember í Bláa lóninu þar sem við viljum heyra hvað heimamenn hafa að segja. Þar förum við yfir áherslur og mótum saman ferðaleiðina og hvernig hún mun aðlagast þeirri ferðaþjónustu sem við viljum að þrífist á Reykjanesi. Starfandi ferðaþjónustuaðilar, sveitarstjórnarfólk og aðrir áhugasamir íbúar eru sérstaklega hvattir til að sækja vinnustofuna.“