Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldfjallagarður með 5 milljarða árstekjur
Sunnudagur 25. febrúar 2007 kl. 11:12

Eldfjallagarður með 5 milljarða árstekjur

Á opinni ráðstefnu sem Landvernd stóð fyrir í gær var fjallað um þá framtíðarsýn Landverndar að Reykjanesskagi verði eldfjallagarður og fólkvangur.  Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur, kynnti fundargestum eldfjallagarð á Hawai, sem hefur um 5 milljarða íslenskra króna í árstekjur og 130 manns í vinnu. Í þeim tölum eru ekki þær tekjur sem önnur þjónusta, t.d. ferðaþjónusta og gisting hefur í beinum tengslum við garðinn.

Á síðasta ári heimsóttu 3,3 milljónir ferðamanna eldfjallagarðinn á Hawai og hefur gestum fjölgað um 10% á ári.  Garðurinn komst á heimsminjaskrá árið 1987 og er 1330 ferkílómetrar að stærð.
Á máli Ástu kom fram að í samanburði gæti eldfjallagarður á Reykjanesi haft margt fram yfir garðinn á Hawai. Staðsetningin sé frábær mitt á milli Ameríku og Evrópu og aðeins 30 mínútna akstur frá flugvelli og borg . Jarðfræðilega sé Reykjanesskaginn einstakur en hann mun vera eini staðurinn á jörðinni þar sem berlega má sjá hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum,

Framtíðarsýn Landverndar fyrir Reykjanesskaga, þ.m.t. Hengilssvæðið, er að frá Þingvallavatni og út á Reykjanestá og Eldey verði stofnaður ,,Eldfjallagarður og fólkvangur.“ Þessi framtíðarsýn grundvallast á náttúruvernd samhliða fjölbreyttri annarri nýtingu á auðlindum Reykjanesskagans. Skaginn hefur óumdeilanlega jarðfræðilega sérstöðu á heimsvísu og í reynd skortir alþjóðleg viðmið til að staðfesta verndargildi hans, segir í  stefnu Landverndar á heimasíðu hennar.

Þar segir  einni að með því að nýta hin mörgu tækifæri sem Reykjanesskaginn hafi upp á að bjóða til náttúruverndar, útivistar og ferðaþjónustu, auk orkuvinnslu og nýtingu jarðhitaefna, sé unnt að skapa mikinn arð fyrir samfélagið.

Mynd: Fjöldi gesta var á ráðstefnu Landverndar í gær. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024