Eldey GK tætt niður
Flestir bátar sem teknir eru í slipp fara þangað til að fá andlitslyftingu og almenna viðgerð. Það varð ekki hlutskipti Eldeyjar GK 74. Fljótlega eftir að hún var tekin í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur mætti stórvirk vinnuvél að skipshlið með öflugar klippur og tók að tæta fiskiskipið niður. Svona var umhorfs við Eldey GK í gærdag og ljóst að þetta skip á ekki eftir að fara til fiskveiða aftur, nema að stálið úr skipinu verði endurunnið úr því verði smíðan nýtt fiskiskip.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson