Eldar brunnu á Patterson-svæðinu
Brennuvargar voru á ferð um Patterson-svæðið við Hafnaveg í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Eldur var kveiktur í rusli inni í einni af byggingum svæðisins. Á Patterson-svæðinu eru gamlar sprengjugeymslur Varnarliðsins og skemmur. Það var í einni af skemmunum sem eldurinn var kveiktur.
Það voru slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja sem slökktu eldinn á fáeinum mínútum og reykræstu húsið. Ekki er vitað hver kveikti eldinn en lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.
Patterson-svæðið er á forsjá Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Á Patterson-svæðinu er nær engin starfsemi og eru flestar gömlu sprengjugeymslurnar opnar.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson