Eldamennskan út um þúfur í tveimur íbúðum í sama húsi samtímis
Eldamennskan fór út um þúfur á tveimur heimilum á háskólavöllum í gömlu herstöðinni á fimmtudagskvöld. Beðið var um sjúkrabíl þegar Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja var tilkynnt um að maður hefði brennst lítillega á höndum við að slökkva eld í potti um kvöldmatarleitið á fimmtudag.
Á staðinn voru sendir sjúkrabíll og slökkviliðsbíll að auki. Við aðkomu var töluverður reykur í íbúðinni og sameign, en húsráðandi hafði brennst á höndum við að slökkva eldinn með eldvarnarteppi. Húsráðandi var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að brunasárum og er heilsa hans góð miðað við aðstæður. Slökkviliðsmenn BS reykræstu húsnæðið og voru skemmdir minniháttar, segir á vef Brunavarna Suðurnesja, www.bs.is.
Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja fjallar um brunaútköllin á háskólavelli í pistli á vef slökkviliðsins í gær. Þar segir:
„Í ljós kom að tveir pottabrunar urðu nánast samtímis í fjölskylduíbúðum í byggingu #1216 í gær fimmtudaginn 27 sept., en Slökkvilið BS fékk einungis tilkynningu um annað tilfellið. Húsráðendur brugðust hárrétt við í báðum tilfellum og notuðu eldvarnateppi til að slökkva/kæfa eldinn í pottunum. Tjón varð því minniháttar og engum varð meint af, að undanskyldum húsráðanda sem hafði brennst á höndum við að slökkva eldinn og færa pottinn út á svalirnar.
Útkallið vakti athygli því bílaplanið fylltist af lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbílum, sem að sjálfsögðu komu í forgangsakstri á staðinn. Báðir eldarnir voru slökktir með eldvarnarteppum sem sönnuðu þar með tilverurétt sinn, en mistökin voru að taka pottana sjóðheita og hættulega í meðförum út á svalir íbúðanna, réttu viðbrögðin eru að slökkva á eldavélinni, leggja eldvarnateppið yfir eldinn/pottinn og draga pottinn yfir á aðra kalda hellu og láta þá kólna. Þrátt fyrir að vel hafi til tekist við að slökkva í pottunum er mikilvægt að tilkynna alla bruna og fá slökkviliðið á staðinn öryggisins vegna, til að yfirfara aðstæður og taka af allan vafa um möguleika á endurkviknun t.d. að lítil glóð leynist einhversstaðar.
Þá kom í ljós að engin boð frá brunaviðvörunarkerfum í sameign höfðu borist vaktmiðstöð og þess vegna varð ekkert viðbragð í fyrra tilfellinu og hringt var í Neyðarlínuna í seinna tilfellinu. Við getum vel litið á þetta sem forviðvörun og sem betur fer urðu engin alvarleg slys á fólki. Reykur í sameign var það mikill að hann hefði átt að gangsetja brunaviðvörnunarkerfið. Fara þarf yfir þessi mál, gera úttekt og jafnvel prófa að setja kerfin af stað í öllum húsunum til að ganga úr skugga um og vera viss um að þetta sé í lagi og virki eðlilega,“ segir Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja.
Á staðinn voru sendir sjúkrabíll og slökkviliðsbíll að auki. Við aðkomu var töluverður reykur í íbúðinni og sameign, en húsráðandi hafði brennst á höndum við að slökkva eldinn með eldvarnarteppi. Húsráðandi var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að brunasárum og er heilsa hans góð miðað við aðstæður. Slökkviliðsmenn BS reykræstu húsnæðið og voru skemmdir minniháttar, segir á vef Brunavarna Suðurnesja, www.bs.is.
Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja fjallar um brunaútköllin á háskólavelli í pistli á vef slökkviliðsins í gær. Þar segir:
„Í ljós kom að tveir pottabrunar urðu nánast samtímis í fjölskylduíbúðum í byggingu #1216 í gær fimmtudaginn 27 sept., en Slökkvilið BS fékk einungis tilkynningu um annað tilfellið. Húsráðendur brugðust hárrétt við í báðum tilfellum og notuðu eldvarnateppi til að slökkva/kæfa eldinn í pottunum. Tjón varð því minniháttar og engum varð meint af, að undanskyldum húsráðanda sem hafði brennst á höndum við að slökkva eldinn og færa pottinn út á svalirnar.
Útkallið vakti athygli því bílaplanið fylltist af lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbílum, sem að sjálfsögðu komu í forgangsakstri á staðinn. Báðir eldarnir voru slökktir með eldvarnarteppum sem sönnuðu þar með tilverurétt sinn, en mistökin voru að taka pottana sjóðheita og hættulega í meðförum út á svalir íbúðanna, réttu viðbrögðin eru að slökkva á eldavélinni, leggja eldvarnateppið yfir eldinn/pottinn og draga pottinn yfir á aðra kalda hellu og láta þá kólna. Þrátt fyrir að vel hafi til tekist við að slökkva í pottunum er mikilvægt að tilkynna alla bruna og fá slökkviliðið á staðinn öryggisins vegna, til að yfirfara aðstæður og taka af allan vafa um möguleika á endurkviknun t.d. að lítil glóð leynist einhversstaðar.
Þá kom í ljós að engin boð frá brunaviðvörunarkerfum í sameign höfðu borist vaktmiðstöð og þess vegna varð ekkert viðbragð í fyrra tilfellinu og hringt var í Neyðarlínuna í seinna tilfellinu. Við getum vel litið á þetta sem forviðvörun og sem betur fer urðu engin alvarleg slys á fólki. Reykur í sameign var það mikill að hann hefði átt að gangsetja brunaviðvörnunarkerfið. Fara þarf yfir þessi mál, gera úttekt og jafnvel prófa að setja kerfin af stað í öllum húsunum til að ganga úr skugga um og vera viss um að þetta sé í lagi og virki eðlilega,“ segir Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja.