Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eldamennska ræsti brunabjöllu
Sunnudagur 27. júní 2004 kl. 19:43

Eldamennska ræsti brunabjöllu

Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar að fjölbýlishúsi í Keflavík á sjöunda tímanum í kvöld.

Reykskynjari hafði sett brunabjöllu í gang, en þegar slökkviliðsmenn fóru að grennslast fyrir reyndist vera um minniháttar óhapp við eldamennsku að ræða.

Ekkert tjón varð af nema ef vera skyldi að sunnudagssteikin hafi laskast.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024