Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Él og hvassviðri – rigning á morgun
Fimmtudagur 7. febrúar 2008 kl. 09:27

Él og hvassviðri – rigning á morgun

Ófærð setur svip sinn á þennan fimmtudagsmorgun en snjó hefur kyngt niður í nótt. Skafrenningur er á Reykjanesbraut og þæfingur á Garðvegi og á Miðnesheiði

Veðurspá dagsins hljóðar upp á vestan 15-23 m/s með éljagangi, hvassast úti við ströndina. Suðlægari síðdegis, en lægir heldur í nótt. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 18-25 og rigning sídðegis. Frost 0 til 5 stig, en hlánar á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag og sunnudag:
Hvöss suðvestanátt og él, en þurrt að mestu norðaustantil á landinu. Hiti nálægt frostmarki. Hægari vindur og úrkomuminna á sunnudag.

Á mánudag:
Sunnanátt og rigning fram eftir degi á austanverðu landinu, annars vestlæg átt með éljum og hita í kringum frostmark.

Á þriðjudag:
Vestanátt og él, en léttskýjað A-lands. Vægt frost.

Á miðvikudag:
Snýst líklega í suðaustanátt og hlýnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024