Él með kvöldinu og á morgun
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en gengur í norðaustan 8-15 m/s og fer að snjóa A-lands með morgninum, en síðar slydda eða rigning. Él NV-lands í dag, en dálítil snjókoma eða slydda með kvöldinu. Lengst af bjartviðri SV-til. Norðaustan 13-18 og slydda NV-til á morgun, en annars muna hægara og rigning með köflum eða él. Hiti 0 til 5 stig er kemur fram á daginn.
Faxaflói
Norðaustan 3-8 m/s og léttskýjað, en 8-13 síðdegis. Stöku él með kvöldinu. Austan 8-13 og él á morgun. Vægt frost fram eftir morgni, en hiti síðan 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 3-8 m/s og léttskýjað, en 8-13 með kvöldinu. Suðaustan 5-10 og él á morgun. Hiti 0 til 4 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðaustan 8-13 m/s og rigning eða slydda SA-til, annars hægari vindur og úrkomulítið. Vægt frost, en hiti 0 til 5 stig við S- og A-ströndina.
Á föstudag og laugardag:
Austlæg átt, skýjað og rigning eða slydda með köflum á S- og SA-landi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost N-til.
Á sunnudag og mánudag:
Snýst líklega í norðanátt með kólnandi veðri.