Él, dálítil rigning eða slydda upp úr hádegi
Suðvestlæg átt, 5-10 m/s og dálíitl él, en léttir til á norðaustanverðu landinu. Suðlægari og dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands síðdegis, en annars bjart að mestu. Austan og suðaustan 8-13 og dálítl él á morgun, en slydda með köflum suðaustanlands. Víða vægt frost inn til landsins, en frostlaust við sjávarsíðuna.
Faxaflói
Suðvestan og sunnan 5-10 m/s og él, dálítil rigning eða slydda upp úr hádegi. Suðaustan 8-13 og stöku él á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Vaxandi suðaustanátt, víða 15-20 m/s um kvöldið. Rigning eða slydda og hiti 0 til 7 stig, en úrkomulítið fyrir norðan og vægt frost fram eftir degi.
Á föstudag:
Hvöss austanátt og slydda eða rigning. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á laugardag (fullveldisdagurinn):
Norðaustanátt og él, en léttir til SV-lands. Kólnandi veður.
Á sunnudag og mánudag:
Norðlæg átt og snjókoma eða él N- og A-lands, en léttskýjað suðvestantil á landinu. Frost 0 til 8 stig.
Mynd: Nú er tunglbjart á Suðurnesjum.