Ekki vitað um orsök eitrunarinnar - myndir
Ekki er vitað hvað olli því að eiturgufur mynduðust um borð í farþegavél American Airlines sem lenti öryggislendingu á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag. Vélin var á leið frá París vestur um haf þegar flugmenn tilkynntu að þeir þyrftu að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vart hafði orðið við eiturgufur í farþegarými.
Um vorð voru 145 farþegar sem allir eru farnir frá borði. Þeir hafast nú við í Leifsstöð meðan orsakanna er leitað. Einhverjir munu hafa orðið fyrir áhrifum af óloftinu sem virtist vera bundið við eldhúsrými vélarinnar. Hefur rannsókn m.a. beinst að mótor.
Mikill viðbúnaður var vegna komu vélarinnar. Fjöldi sjúkrabíla var kallaður á svæðið og um 150 björgunarsveitarmenn á suðvesturhorninu voru komir í viðbragðsstöðu.
---
VF-símamyndir/pket - Frá vettvangi á Keflavíkurflugvelli.