Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki veittir fjármunir fyrir Heilsueflandi samfélag
Mánudagur 11. desember 2017 kl. 13:05

Ekki veittir fjármunir fyrir Heilsueflandi samfélag

Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur lýsir yfir vonbrigðum sínum með að fjármunum sé ekki veitt í verkefnið Heilsueflandi samfélag fyrir árið 2018. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar frá 1. nóvember sl. Nefndin leggur til að unnið verði að framgangi þess innan þeirra stofnana sveitarfélagsins sem geta tekið upp hugmyndafræði Heilsueflandi samfélags. Sviðstjóra er falið að vinna áætlun um hvernig hægt sé að vinna að framgangi verkefnisins þrátt fyrir skort á fjármunum og að sótt verði um til landlæknisembættisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024